Púkinn á fjósbitanum

Hann fitnar heldur betur púkinn á fjósbitanum fyrir þessi Jólin. Held að hann sé alveg kominn útí Hádegismóa. Mér heyrist bara allir fýlu yfir því að þrír alþingismenn ákváðu að greiða atkvæði með eigin samvisku. Hélt einmitt að það hefði verið eitt af grundvallarmarkmiðum búsáhaldabyltingarinnar. Menn út öllum flokkum nema helst VG annaðhvort úthúða þremenningunum eða lofsyngja þá. Samfylkingin er enn í fýlu yfir því að það var til fólk á sínum tíma sem vildi ekki ganga til liðs við miðjumoðsuðu þá er seinna kallaðist Samfylking. Gjammhundarnir í B og D gleyma því að það eru ekki alltaf bestu smalahundarnir sem hafa hæst.  Ég held að málið sé þetta: Fólk í öðrum flokkum en VG, sérstaklega B, D. og S trúir því ekki að það sé hægt að greiða atkvæði án þess að það sé ákveðið sérstaklega fyrir það. Hefur einhver kannað hvað hinum almenna flokksmanni í VG finnst um þetta? Ég hef trú á því að meirihluti þeirra, þar á meðal ég, finnist þessi stjórn illskásti kosturinn. (Ég nefnilega man hvernig þetta var fyrir hrun, margir eru búnir að gleyma því). Hins vegar er þetta stjórnarsamstarf dýru verði keypt. Mér og fleirum fannst Samfylkingin sleppa of vel frá sínum prinsippum, þ.e. að VG hefði þurft að slaka á sínum kröfum en ekki þeir. Mér finnst allavega gott að vera í flokki þar sem fleiri en ein skoðum rúmast.
mbl.is Lilja lögð í pólitískt einelti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta minnir á ofsóknirnar gegn Vilmundi Gylfasyni upp úr 1980. Nú hafa hans grundvallarskoðanir verið viðurkenndar í raun. Ekki var hjá því komist að sjá hótunarsvipinn á nokkrum stjórnarþingmönnum þegar Lilja var í ræðustól fyrir nokkur dögum og sagði sannleikann. Þjóðin virðir þessa þingmenn að meiru. Það eina góða við þetta einelti er að Jógríma fremur pólitískt harakiri með því. Athöfnin er raunar hafin.

Hrúturinn (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband