Sparnaður

Ég var nú svo grænn að halda að Stöð2 gæfi þessa áskrift. Skil það vel að LSH skeri þarna niður annað eins þarf að spara. Þar sem ég á langveikt barn sem dvelur langdvölum á LSH og FSA þá hefur þetta verið eitt af því sem gerði lífið bærilegra þarna inni.

Ég skora hér með á Stöð2 og Skjá einn líka að gefa áskrift á Sjúkrahúsin. Þó ekki væri nema barnadeildirnar. Ég segi fyrir mitt leyti að það hefur engan tilgang að kaupa áskrift af þessum stöðvum heima á meðan við dveljum á Sjúkrahúsunum.


mbl.is Landspítalinn segir upp Stöð 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sé ekki hvers vegna það ætti að gefa fría áskrift á barnadeildirnar frekar en aðrar deildar?

Gréta (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 09:34

2 identicon

Mér finnst þetta ömurlegt fyrir börnin sem eru inni á Barnaspítala að hafa bara Ruv þau er jafnvel í einangrun svo dögum skiptir. Mér er alveg sama um fullorðna fólkið þau geta horft á Ruv.

Jón Gunnar (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 10:40

3 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Jón Gunnar; Að fullorðnir sjúkíngar þurfi að horfa á RÚV sjónvarpið er aðgöngumiði á geðdeildir sjúkrahúsanna og er þar nó plássleysi fyrir.  Hefur þú fylgst með RÚV nýlega?  Það eru fleiri endursýningar en nýjar myndir, þ.e.a.s., ef eitthvað kemst að fyrir handboltanum og fótboltanum.

Kæri Jón Gunnar, syndu miskunnsemi.

Kveðja, Björn bóndi    

Sigurbjörn Friðriksson, 7.8.2010 kl. 10:52

4 Smámynd: Soffía

Við vorum inni á Barnaspítala Hringsins um daginn með son okkar og ég var svo fegin hans vegna að hann gæti horft eitthvað á sjónvarp meðan hann lá þarna rúmfastur drengurinn. 

Soffía, 7.8.2010 kl. 12:14

5 Smámynd: Davíð Oddsson

Það væri gott framtak hjá 365 miðlum að gefa áskrift á spítalana, að maður tali ekki um auglýsingagildi þeirrar aðgerðar.

Hins vegar er Stöð 2 (+) ekkert "möst" á barnadeildum frekar en annarsstaðar, þar sem krakkarnir hafa úr ágætis úrvali DVD mynda að velja, auk Playstation leikja. Svo er foreldrum og öðrum gestum alltaf frjálst að koma með eigin myndir handa sjúklingum að horfa á.

Áskrift að sjónvarpsefni er því langt því frá einhver nauðsyn, en vissulega eykur það úrvalið á afþreyingu.

Davíð Oddsson, 7.8.2010 kl. 13:03

6 identicon

Ég vil benda á að sjúklingar á LSH sem ekki eru börn geta verið allt að 18 ára gamlir. Ég þekki það að eiga langveikt barn en finnst það þröngsýni að horfa aðeins á þann hóp skjólstæðinga. Afþreying á barnadeildum er betri en á öðrum deildum spítalans sem ég þekki til á.

Gréta (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 14:10

7 identicon

Það er örugglega hægt að kaupa nokkra DVD spilara eða nokkra sjónvarpsflakkara og búa til eigin dagskrá fyrir hinar ýmsu deildir spítalans.  Ætli spítalinn sé ekki hvort eð er að borga milljónir í stefgjöld á ári?

Þorsteinn Bjarki Ólafsson (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 14:29

8 identicon

Það er reyndar alveg rétt að Stöð 2 er ekkert "möst" á barnadeildum frekar en öðrum. Reyndar horfi ég persónulega afskaplega lítið á Stöð 2, kýs frekar RUV. En tveggja ára sonur minn á öðru máli. Hann hefur lang mest gaman að Stöð 2.

Svo er það annað mál að það er alveg rétt að það mikið meira til staðar á barnadeildinni heldur en öðrum deildum og mér finnst það líka bara allt í lagi. Fullorðið fólk á betra með að finna sér eitthvað til dundurs heldur en börn.

Óskar Árnason (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 14:37

9 identicon

Ég á rúmleg 2 ára dóttur og það sem af þessu ári erum við búin að vera 9 vikur inni á spítala. og það að dóttir mín geti horft á barnaefnið á stöð 2 er ómetanleg afþreying fyrir hana. það eru DVD spilarar í flestum ef ekki öllum stofum hér en það vantar meira efni til að horfa á. Að maður tali nú ekki um unglingana og íþróttir sem er nú samasem merki á milli. Ég er alveg sammála um að Jón Ágeir geti gefið Barnaspítalalnum áskrift. 3 milljónir er mikill peningur sem sparast.

Jón Gunnar (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 15:01

10 identicon

Hvernig væri að lesa fyrir börnin

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 17:28

11 identicon

Mér finnst ekkert að því og er ánægð með að það sé meiri afþreying fyrir börn á spítalanum, en er ekki sammála að börnin þurfi frekar stöð 2 en aðrir skjólstæðingar LSH. Mér finnst sú athugasemd að börn eigi frekar að fá stöð 2 tengjast þínum reynlsuheimi og bera vott um þekkingarleysi annara skjólstæðinga sjúkrahússins. Við hvaða aldur ætti að stöðva stöð 2 áhorf, 18 ára, eða kannski 10 eða... ?

Eitt skal yfir alla ganga að mínu mati :-D

Gréta (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 22:27

12 identicon

Þetta eru svo sem bara útúrsnúningar vegna þess að mér fannst bloggið þitt ekki skynsamlegt.

Gréta (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 22:28

13 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Sigrún Jóna;  Þetta er góð hugmynd.  Amma mín las fyrir mig á meðan ég var langveikt barn með berkla hér áður fyrr og dagskrá Ríkisútvarpsins "Gufunnar" var ástæða fyrir hvern mann sem hlustaði að íhuga sjálfsmorðsaðferðir. 

En.......Hverjir heldur þú að gefi sig fram til að lesa fyrir börnin?  Hverjir hafa tíma?     -->>  Góð hugmynd samt.

Kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 8.8.2010 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband