Vond samviska

Vond hlýtur samviska ISAVIA manna að vera. Það er ekki víst að neinn styðji þá ef þeir fara í verkfall. Hef takmarkaða samúð Flugfélagi Íslands. Ég er búinn að henda nógu og mörgum þúsundköllum í þá. Flaug einfaldlega daginn áður í þetta skiptið, enda munar okkur launþegana ekkert um það að taka frí í vinnu. Það erum hvort sem er við sem borgum undir rassinn á hinu hyskinu. Ég á langveikt barn sem tvisvar á þessu ári hefur verið flutt með sjúkraflugi milli Akureyrar og Reykjavíkur. Sjúkraflutningamenn hafa ekið því á flugvöll og frá flugvelli og fylgt með í flugvélinni. Þeir töldu ekki eftir sér að mæta á 17. júní þó að skurðlæknirinn á Akureyri nennti því ekki. Þetta eru mennirnir sem hlaupa á eftir ástvinum okkar inní brennandi hús og skafa upp líkamsleifar manna sem lent hafa í slysum. Ég óska þeim alls hins besta í baráttu sinni og vona þeir fái sem mesta hækkun á kjörum sínum
mbl.is ASÍ gagnrýnir FÍ og Isavia
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband