Húrra, húrra, húrra, húrra!

Drullusokkar eru þeir og drullusokkar skulu þeir heita.

 Það er nefnilega þannig að þorri þjóðarinnar sér ekki mun á fyrirtækjum og eigendum þeirra eða stjórnendum. Það að reyna að halda þeirri vitleysu fram að fyrirtæki séu ótengd stjórnendum sínum eða eigendum er auðvitað reginfirra. Það eru afskrifaðar tugir milljarða á einhver fyrirtæki en eigendur þeirra sleppa með skrekkinn. En fimmhundruðþúsundkallinn sem skúringakonan vestur í bæ ræður ekki við að borga af er innheimtur með svívirðilegum aukakostnaði af ábyrðarmönnum hennar. Er nema von að einhver spyrji, er þetta hægt?


mbl.is Sagði þá vera drullusokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi kona er annað hvort í vitlausum flokki eða algjör hræsnari. Samfylkingin hefur alltaf verið helsta málpípa auðmanna gegn almenningi hér á landi. Óforskammanleg heðgun Ingibjargar Sólrúnar gleymist seint...nú hafa þeir fært út kvíjarnar og Herra Öskur fer hamförum að reyna að selja okkur hæstbjóðanda í skuldaþrældóm...

x$ (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 03:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband