2.1.2013 | 16:28
Tryggingar
Lenti í þessu fyrir þremur árum síðan. Að vísu annars staðar. Þá skemmdust fjórir bílar. Eigendur tveggja bílanna áttu lögheimili í húsinu og fengu þeir ekki tjónið bætt. Hinir tveir voru eigu manna sem ekki áttu lögheimili á staðnum, heldur leigðu dætur þeirra í húsinu. Þær töldust því gestkomandi og tjónið fékkst bætt. Sem betur fer var þetta ódýr bíll sem ég átti en tel mig samt hafa tapað um 100000 kalli. Kem aldrei til með að skipta við Sjóvá Alemmnar aftur.
Bíllinn er algerlega ónýtur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki veit ég hvernig Íslensk tryggigafyrirtæki koma sér saman um tryggingabætur og hvað þarf til, til þess að viðskiptavinur fái bætur. ( mér dettur oft í hug graftarkýli, þegar ég hugsa um Íslenskt samféla ,því ég veit að þetta er kartel, en þessari þjóð er alveg sama, Þið borgið með "kredit" og eruð meðvitundarlaus. Ég var með tyggingar á Íslandi, bæði bíla og hús og varð fyrir tjóni eins og aðrir og sætti mig við niðurstöður frá tryggingafyrirtækjunum , ég þekkti ekki annað!
Ég flutti á erlenda grund og tryggði bíl og bú eins og vera ber. Og þá fékk ég taugaáfallið. Öll þessi okur yðgjöld, á Íslandi, svindlið og svínaríið í kring um tryggigar gengu algerlega fram af mér. Bæklingurinn, þarna í útlöndum, sem ég fékk frá tryggingafélaginu, sem var BARA um tryggingarnar á bílnum, var hreint ævintýri. OG IÐGJALDIÐ MIKLU LÆGRA!
Gat þetta verið satt, fylgdu allar þessar tryggingar í iðgjaldinu. T.d. framrúðutr. vélatr. ef hún hrundi fyrir 100.000 km., þá var lægra sjálfsábyrgð, annars þá lítið hærra og engin sjálfsábyrgð. Bíllinn minn stórskemmdist á bílaplani eftir ógætilegan akstur , framandi manns,sem hvarf og ég varð ekki var við skemdirnar fyrr en daginn eftir. Ég gaf skýrslu á lögreglustöðinni og fékk alla viðgerð endurbætta. Ekki eitt múkk. Að aka á vilt, dádýr eða elg, með lífið í behol, þá var allt bætt, fyrir utan smá sjáfsábyrgð. Sama með snjóflóð, fallandi tré ( þau eru AÐEINS stærri en kræklurnar á Íslandi. Allt byggist þetta á að sleppa lifandi og vonandi óslasaður, en TRYGGINGARNAR BORGA!
Auðvitað eiga tryggingarnar að borga allt tjón allra bílanna þegjandi og hljóðalaust. Heimilistryggingarnar eru greiddar.
"Gísli á Uppsölum" er metsölubók í ár. ERTU HISSA!!! 1946
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 3.1.2013 kl. 04:27
Já mikið er ég sammála þér með að tryggja ekki hjá Sjóvá því annað eins glæpa aumingja fyrirtæki í tryggingum er ekki hér á Íslandi og ég hef lent í málaferlum vegna líkamstjóns í bílslysi við þetta aumingja tryggingarfyrirtæki og sjóvá hélt áfram í 2 ár að neita bótaskyldu algerlega sama hvað sagt var við þá eða hvaða rökum var beitt þar til að í dómsalinn var komið þá komi þeir með lafandi skott áður en málið var tekið fyrir dómarann og sögðust borga allt tjónið upp í topp án málaferla því allan tíman höfðu þeir verið að beita tjónaþola órétti og ræna hann sínum rétti. Sjóvá neitar bara endalaust og streitist á móti að borga tjón og þar sem lítill hluti fólks leggur í eða þorir ekki eða getur ekki borgað kostnaðinn við málaferli þá græðir Sjóvá á því endalaust. Þekkt aðferð í tryggingar heiminum. Það væri minn ánægjudagur þegar Sjóvá gæfi upp laupana og færi undir græna torfu.
Riddarinn , 3.1.2013 kl. 10:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.