Færsluflokkur: Bloggar

Ensku deildirnar

Bara svo að það sé á hreinu þá er Stevenage ekki í þriðju deild. Hún er ekki til. Þeir eru í annari deild sem er í raun deild númer fjögur. Hins vegar segir þetta okkur bara hversu vitlaus þessi kerfi eru. Líka hér á landi.
mbl.is Stevenage skellti Newcastle
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Púkinn á fjósbitanum

Hann fitnar heldur betur púkinn á fjósbitanum fyrir þessi Jólin. Held að hann sé alveg kominn útí Hádegismóa. Mér heyrist bara allir fýlu yfir því að þrír alþingismenn ákváðu að greiða atkvæði með eigin samvisku. Hélt einmitt að það hefði verið eitt af grundvallarmarkmiðum búsáhaldabyltingarinnar. Menn út öllum flokkum nema helst VG annaðhvort úthúða þremenningunum eða lofsyngja þá. Samfylkingin er enn í fýlu yfir því að það var til fólk á sínum tíma sem vildi ekki ganga til liðs við miðjumoðsuðu þá er seinna kallaðist Samfylking. Gjammhundarnir í B og D gleyma því að það eru ekki alltaf bestu smalahundarnir sem hafa hæst.  Ég held að málið sé þetta: Fólk í öðrum flokkum en VG, sérstaklega B, D. og S trúir því ekki að það sé hægt að greiða atkvæði án þess að það sé ákveðið sérstaklega fyrir það. Hefur einhver kannað hvað hinum almenna flokksmanni í VG finnst um þetta? Ég hef trú á því að meirihluti þeirra, þar á meðal ég, finnist þessi stjórn illskásti kosturinn. (Ég nefnilega man hvernig þetta var fyrir hrun, margir eru búnir að gleyma því). Hins vegar er þetta stjórnarsamstarf dýru verði keypt. Mér og fleirum fannst Samfylkingin sleppa of vel frá sínum prinsippum, þ.e. að VG hefði þurft að slaka á sínum kröfum en ekki þeir. Mér finnst allavega gott að vera í flokki þar sem fleiri en ein skoðum rúmast.
mbl.is Lilja lögð í pólitískt einelti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðulegt!

Alveg er það merkilegt hversu sterkar skoðanir meðlimir annara flokka hafa á "ástandinu" í VG. Ég hef staðið hingað til í meiningu að Alþingismenn ættu að greiða atkvæði eftir sinni samvisku en ekki flokksins. Eða er það ekki í tísku núna af því að það hentar ekki Samfylkingunni? Ég sem almennur flokksmaður í VG finnst það bara fínt að fólk sé ekki alltaf sammála. Það allavega bendir til þess að þetta sé hugsandi fólk en ekki týpískir íslenskir hjarðhegðarar eins og flokksmenn Samkrullsins og Sjálfgræðisflokksins, t.d.
mbl.is Velkomin í Hreyfinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húrra, húrra, húrra, húrra!

Drullusokkar eru þeir og drullusokkar skulu þeir heita.

 Það er nefnilega þannig að þorri þjóðarinnar sér ekki mun á fyrirtækjum og eigendum þeirra eða stjórnendum. Það að reyna að halda þeirri vitleysu fram að fyrirtæki séu ótengd stjórnendum sínum eða eigendum er auðvitað reginfirra. Það eru afskrifaðar tugir milljarða á einhver fyrirtæki en eigendur þeirra sleppa með skrekkinn. En fimmhundruðþúsundkallinn sem skúringakonan vestur í bæ ræður ekki við að borga af er innheimtur með svívirðilegum aukakostnaði af ábyrðarmönnum hennar. Er nema von að einhver spyrji, er þetta hægt?


mbl.is Sagði þá vera drullusokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólga

Ég fann einmitt einhverja ólgu í maganum í morgun. Það hlaut að vera að mbl.is hefði skýringu á því.


mbl.is Ólga í grasrót vinstri-grænna vegna aðlögunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir væla mest sem hafa mest

Ekki veit ég hvaða sultarvæl þetta er í fólki. Skattarnir okkar láglaunafólksins hafa lækkað, hvað sem hver segir.
mbl.is Ætla að hækka skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æi!

Sem sannur Ipswich aðdáandi mun ég aldrei horfa á myndir með Stephen Fry aftur frekar en ég mun nokkurntíma kjósa Össur Skarphéðinsson
mbl.is Fry í stjórn Norwich City
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vond samviska

Vond hlýtur samviska ISAVIA manna að vera. Það er ekki víst að neinn styðji þá ef þeir fara í verkfall. Hef takmarkaða samúð Flugfélagi Íslands. Ég er búinn að henda nógu og mörgum þúsundköllum í þá. Flaug einfaldlega daginn áður í þetta skiptið, enda munar okkur launþegana ekkert um það að taka frí í vinnu. Það erum hvort sem er við sem borgum undir rassinn á hinu hyskinu. Ég á langveikt barn sem tvisvar á þessu ári hefur verið flutt með sjúkraflugi milli Akureyrar og Reykjavíkur. Sjúkraflutningamenn hafa ekið því á flugvöll og frá flugvelli og fylgt með í flugvélinni. Þeir töldu ekki eftir sér að mæta á 17. júní þó að skurðlæknirinn á Akureyri nennti því ekki. Þetta eru mennirnir sem hlaupa á eftir ástvinum okkar inní brennandi hús og skafa upp líkamsleifar manna sem lent hafa í slysum. Ég óska þeim alls hins besta í baráttu sinni og vona þeir fái sem mesta hækkun á kjörum sínum
mbl.is ASÍ gagnrýnir FÍ og Isavia
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landafræði fjölmiðlamanna

Hvernig finnst ykkur fyrirsögnin: "Árekstur í Vesturbænum, rétt við Mosfellsbæ"?

 Gott að ekki urðu slys á fólki. En hvernig getur fólki annars líkað við þessa frétt?.

Nú veit ég ekkert um hvernig þetta atvikaðist, þarna er beinn og breiður vegur og gott útsýni, en þar sem ég keyri leiðina milli Akureyrar og Reykjavíkur nokkuð oft þá verð ég oft var við glannalegan framúrakstur og of stutt bil á milli bíla. En ég ítreka að ég veit ekkert hvað gerðist þarna í þessu tilfelli.


mbl.is 5-7 bíla árekstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sparnaður

Ég var nú svo grænn að halda að Stöð2 gæfi þessa áskrift. Skil það vel að LSH skeri þarna niður annað eins þarf að spara. Þar sem ég á langveikt barn sem dvelur langdvölum á LSH og FSA þá hefur þetta verið eitt af því sem gerði lífið bærilegra þarna inni.

Ég skora hér með á Stöð2 og Skjá einn líka að gefa áskrift á Sjúkrahúsin. Þó ekki væri nema barnadeildirnar. Ég segi fyrir mitt leyti að það hefur engan tilgang að kaupa áskrift af þessum stöðvum heima á meðan við dveljum á Sjúkrahúsunum.


mbl.is Landspítalinn segir upp Stöð 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband